Skattskylda dánarbús

Þar sem við andlát einstaklings stofnast sérstök lögpersóna, dánarbú, þá ber það sjálfstæða skattskyldu og fer álagning á dánarbú eftir þeim álagningarreglum sem gilda um lögaðila. Dánarbú sætir samkvæmt núgildandi skattalögum 37,6%  skattlagningu, sbr. 2. mgr. 71. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003  – https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html#G71M2

Skattskyldu dánarbús lýkur við skiptalok hjá sýslumanni svo sem með leyfi til setu í óskiptu búi eða þegar erfðafjárskýrsla hefur verið samþykkt af hálfu sýslumanns.

Um LOCAL lögmenn

LOCAL lögmenn er kraftmikil og metnaðarfull lögmannsstofa þar sem áhersla er lögð á samvinnu, bæði innan stofunnar og við viðskiptavini. Við leysum málið með þér og þínum til að létta á ykkar vangaveltum og ef til vill áhyggjum hvað varðar erfðamál og tengd réttindi.

LOCAL lögmenn bjóða þér að senda okkur tölvupóst á local@locallogmenn.is um það sem þér og þínum liggur á hjarta og við svörum þér eins fljótt og kostur er.

Hér getur þú farið yfir á vefsíðu LOCAL lögmanna og kynnt þér aðra þjónustu í boði.