Erfðafjárskattur

Erfðafjárskattur er 10%. Skatturinn er lagður á þegar búið er að samþykkja erfðafjárskýrslu af hálfu viðkomandi sýslumanns. Gjalddagi erfðafjárskatts er 10 dögum eftir að skýrslan hefur verið samþykkt.

Á grundvelli erfðafjárskýrslunnar er erfðafjárskattur lagður á og er hann 10%. Enginn skattur greiðist þó af fyrstu 6.203.409 kr. (miðað við 2024) af skattstofni. Það merkir það að ef erfingjarnir eru þrír, þá greiðir hver og einn ekki erfðafjárskatt af fyrstu 2.067.803 kr. (6.203.409 kr. /3) heldur reiknast erfðafjárskatturinn af kr. 3.000.000 – kr. 2.067.803.

Eftirlifandi maka ber ekki að greiða erfðafjárskatt.  Sama gildir um sambúðarmaka sem tekur arf eftir hinn látna samkvæmt erfðaskrá.

Eignir sem hafa verið á nafni hins látna er hægt að færa yfir á erfingja, þegar erfðafjárskattur hefur verið greiddur.

Um LOCAL lögmenn

LOCAL lögmenn er kraftmikil og metnaðarfull lögmannsstofa þar sem áhersla er lögð á samvinnu, bæði innan stofunnar og við viðskiptavini. Við leysum málið með þér og þínum til að létta á ykkar vangaveltum og ef til vill áhyggjum hvað varðar erfðamál og tengd réttindi.

LOCAL lögmenn bjóða þér að senda okkur tölvupóst á local@locallogmenn.is um það sem þér og þínum liggur á hjarta og við svörum þér eins fljótt og kostur er.

Hér getur þú farið yfir á vefsíðu LOCAL lögmanna og kynnt þér aðra þjónustu í boði.